Landafræði

Á þessari önn hef ég verið að vinna í landafræði. Við fengum bókina Evrópa, álfan okkar og áttum að lesa í henni. Svo fengum við vinnubók og áttum að svara spurningum úr textanum þar. Fyrst lásum við almennt um Evrópu, s.s trúarbrögð, tungumál og samgöngur. Síðan lærðum við um lönd. Við höfum lært um Bretlandseyjar, Frakkland, BeNeLúx löndin, Spán, Portúgal, Ítalíu, Alpalöndin, SA Evrópu, NA Evrópu og Þýskaland. Kennarinn sýndi okkur alltaf PowerPoint glærusýningu um landið og síðan máttum við byrja í vinnubókinni. Síðan höfum við haft nokkur aukaverkefni. Þar var meðal annars verkefni um staðreyndir Evrópu s.s höfuðborgir Evrópu, hvaða land á flest landamæri og fleira. Síðan áttum við líka að gera verkefni um tvö lönd í PowerPoint. Það mátti samt líka gera í MovieMaker en flestir gerðu í PowerPoint. Við þurftum að velja eitt land sem við vissum lítið um og eitt land sem er í A-Evrópa. Ég valdi Austurríki og Tékkland. Mér fannst samt skrítið að mjög margir voru að velja lönd eins og Bretland, Spán og Frakkland, af því að allir hljóta að vita eitthvað um þau lönd eins og hver höfuðborgin er hvar landið er hver konungurinn er og fleira. Ég þurfti líka að gera verkefni sem kallað var Nördaverkefnið. Þar áttum ég og nokkrir aðrir að lesa bókina if the world were a village. Síðan áttum við að setja upplýsingarnar úr bókinni á plakat. Í bókinni var sagt frá því ef að heimurinn væri hundrað manna þorp. Þar var sagt frá því hve margir hefðu rafmagn hve margir voru frá hverri heimsálfu og fleira. Við erum búin að taka tvö próf í landafræði. Fyrra prófið var almennt um Evrópu og í seinna prófinu áttum við að draga þrjú lönd og skrifa um þau. Eftir nokkra daga munum við taka annað próf um NA Evrópu og Þýskaland.

Mér finnst Evrópuverkefnið hafa verið fínt en ekki svo skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Leifur
Leifur

Ég er bestur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband